Jón Gnarr: Var ekki að hæðast að fórnarlömbum nauðgana

Jón Gnarr segist ekki hafa verið að gera grín að þolendum kynferðisofbeldis þegar hann söng um nauðganir á vettvangi Tvíhöfða. Hann segist hafa notað húmor til að rýna samfélagið í gegnum tíðina.

Hið fræga þjóðhátíðarlag

Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála þar sem upptaka af honum að syngja á léttan hátt um nauðganir á þjóðhátíð er spiluð og hann inntur eftir því hvað felist í gjörningnum.

Jón Gnarr er nýjasti gestur Spursmála.
Jón Gnarr er nýjasti gestur Spursmála. mbl.is/Eyþór Árnason

Geta leitað ásjár forsetans

Er hann þá spurður eftirfarandi spurningar:

Nú hefur embætti forseta virkað þannig að ólíkir hópar hafa getað leitað ásjár forsetans í ýmsum málum, forsetinn er verndari ýmissa hreyfinga, ekki síst fólks sem á undir högg að sækja. Er viðeigandi, er þetta fyndið? Er það fyndið að gera grín að kynferðisofbeldi?

Svarið við hinni áleitnu spurningum má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Viðtalið við Jón Gnarr má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert