Kynnir nýja stefnu í málefnum landamæra í sumar

Guðrún Hafsteinsdóttir greinir frá þessu í grein sinni í Morgunblaðinu …
Guðrún Hafsteinsdóttir greinir frá þessu í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. mbl.is/Eyþór

Dóms­málaráðuneytið hef­ur hafið vinnu við gerð nýrr­ar stefnu í mál­efn­um landa­mæra. Meðal ann­ars er á dag­skrá að koma á fót mót­tökumiðstöð á eða við Kefla­vík­ur­flug­völl.

Þetta kem­ur fram í aðsendri grein Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra í Morg­un­blaðinu í dag. 

Guðrún grein­ir frá því að stefn­an verði kynnt í sum­ar. Seg­ir hún að verið sé að færa ís­lenskt reglu­verk nær því sem gild­ir í ná­granna­ríkj­um okk­ar.

„Hún verður unn­in í breiðu sam­ráði þar sem áhersla verður lögð á að ná aukn­um ár­angri í landa­mæra- og lög­gæslu­eft­ir­liti og færa ís­lenskt reglu­verk nær því sem gild­ir í ná­granna­ríkj­um okk­ar,“ skrif­ar Guðrún.

Áætlað er að koma á fót móttökumiðstöð á eða við …
Áætlað er að koma á fót mót­tökumiðstöð á eða við Kefla­vík­ur­flug­völl mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Af­greiðslu­tími stytt­ur

Tel­ur Guðrún verk­efnið mik­il­vægt, því þurfi að ganga hratt og ör­ugg­lega til verks. Það sé for­gangs­mál henn­ar að styrkja landa­mæri Íslands.

„Með nýrri stefnu mun­um við taka stærri og mark­viss­ari skref í mál­efn­um landa­mær­anna. Styrkja og efla þær öfl­ugu stofn­an­ir sem nú sinna landa­mæra­eft­ir­liti og lög­gæslu, koma á fót mót­tökumiðstöð á eða við Kefla­vík­ur­flug­völl, bú­setu­úr­ræði fyr­ir út­lend­inga í ólög­mætri dvöl sem ber að yf­ir­gefa landið, sam­ræma verklag enn frek­ar og stytta af­greiðslu­tíma mála.

Verk­efnið er mik­il­vægt og við þurf­um að ganga hratt og ör­ugg­lega til verks. Í störf­um mín­um sem dóms­málaráðherra er það for­gangs­mál að styrkja landa­mæri Íslands. Það er einn helsti þátt­ur­inn í því að halda uppi lög­um og reglu í land­inu,“ skrif­ar Guðrún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert