Lokað í sumar ef að líkum lætur

Smári segir að líkíhúsið hafi verið auglýst til sölu í …
Smári segir að líkíhúsið hafi verið auglýst til sölu í fyrra, en engir kaupendur sem halda vildu starfseminni áfram. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Allt stefnir í að líkhúsinu á Akureyri verði lokað í sumarbyrjun. Þetta staðfestir Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar í samtali við Morgunblaðið. Fari svo verður einungis eitt líkhús starfandi í landinu, þ.e. Kirkjugarða Reykjavíkur.

Smári segir að líkíhúsið hafi verið auglýst til sölu í fyrra, en engir kaupendur sem halda vildu starfseminni áfram, hafi gefið sig fram, hins vegar hefðu gefið sig fram kaupendur sem nýta vildu húsið til annarrar starfsemi.

Segir hann að ekki sé heimild til þess að innheimta þjónustugjald vegna starfseminnar eins og reynt var á sínum tíma og engin teikn á lofti um að lögum verði breytt á þann veg að slíkt verði heimilað.

„Við erum búnir að vera í samskiptum við dómsmálaráðuneytið út af málinu og höfum verið það allt frá árinu 2011,“ segir Smári og nefnir að fundað hafi verið með öllum dómsmálaráðherrum frá þeim tíma. „Það verður að segjast eins og er að stjórnsýslan í þessu máli gengur hægar en snigillinn,“ segir hann, en viðbrögð ráðuneytisins séu þau ein að verið sé að vinna í málinu.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugaradag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert