Sundagöng betri en Sundabraut

Guðlaugur Þór ræddi við Morgunblaðið.
Guðlaugur Þór ræddi við Morgunblaðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Sundagöng um margt fýsilegri en Sundabraut. Þá meðal annars vegna umhverfissjónarmiða.

Með því að leggja Sundabraut yfir fyrirhugað svæði sé verið að skerða byggingarland og rýra lífsgæði Reykvíkinga og Mosfellinga. Með göngum sé það vandamál úr sögunni.

„Svæðið sem brautin á að liggja yfir mætti þá nota til annarra hluta og skapa þannig mikil verðmæti,“ segir Guðlaugur Þór og vekur athygli á fyrirhuguðu vegstæði hjá nýju hverfi í Gufunesi.

„Ef Gufunesbyggðin verður einn daginn við hliðina á hraðbraut þá mun það lækka verð á húsnæði þar gríðarlega. Það vill enginn búa við hliðina á hraðbraut. Svo er það fólkið sem býr í Grafarvogi og Mosfellsbæ. Það getur nú notið þess að fara niður í fjöru og upplifa ósnortna náttúru,“ segir Guðlaugur Þór en rætt er við hann um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert