Sundagöng betri en Sundabraut

Guðlaugur Þór ræddi við Morgunblaðið.
Guðlaugur Þór ræddi við Morgunblaðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra seg­ir Sunda­göng um margt fýsi­legri en Sunda­braut. Þá meðal ann­ars vegna um­hverf­is­sjón­ar­miða.

Með því að leggja Sunda­braut yfir fyr­ir­hugað svæði sé verið að skerða bygg­ing­ar­land og rýra lífs­gæði Reyk­vík­inga og Mos­fell­inga. Með göng­um sé það vanda­mál úr sög­unni.

„Svæðið sem braut­in á að liggja yfir mætti þá nota til annarra hluta og skapa þannig mik­il verðmæti,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór og vek­ur at­hygli á fyr­ir­huguðu veg­stæði hjá nýju hverfi í Gufu­nesi.

„Ef Gufu­nes­byggðin verður einn dag­inn við hliðina á hraðbraut þá mun það lækka verð á hús­næði þar gríðarlega. Það vill eng­inn búa við hliðina á hraðbraut. Svo er það fólkið sem býr í Grafar­vogi og Mos­fells­bæ. Það get­ur nú notið þess að fara niður í fjöru og upp­lifa ósnortna nátt­úru,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór en rætt er við hann um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert