Brotaþolinn frá Palestínu

Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr …
Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Þolandi alvarlegs ofbeldisbrots í Reykholti í lok apríl er Palestínumaður, að sögn Ríkisútvarpsins, sem bendir einnig á að gerendur tengist fjölskylduböndum.

Fjórir Íslendingar, þrír karl­menn og ein kona, munu að óbreyttu sæta gæslu­v­arðhald til 24. maí vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heima­húsi í Reyk­holti, eins og mbl.is greindi frá í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er þolandinn er­lend­ur rík­is­borg­ari sem hef­ur verið hér á landi í lang­an tíma.

Þau hafi sent hann úr landi 

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi vildi ekki tjá sig um rannsóknina þegar mbl.is hafði samband. RÚV  hefur eftir heimildum sínum að þolandinn sé Palestínumaður búsettur í Reykholti sem leigði bílskúrsíbúð af einum gerendanna, þar sem brotin áttu sér stað.

Þá tengist gerendurnir einnig fjölskylduböndum. Tvö þeirra grunuðu séu á þrítugsaldri, einn á sjötugsaldri og sá yngsti undir tvítugu.

RÚV segir sínar heimildir herma að fólkið hafi haldið einstaklingnum í kjallara hússins í nokkra daga. Síðan hafi þau þau keyrt með hann upp á Keflavíkurflugvöll til að senda hann úr landi. Ekki er vitað hvert hann var sendur.

Lög­regl­an á Suður­landi nýt­ur aðstoðar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, embættis ríkislög­reglu­stjóra og embætt­is héraðssak­sókn­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert