Fjarskiptafyrirtækið Austurljós hefur verið með starfsemi í bragganum sem kviknaði í á Egilsstöðum í dag.
Stefán Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Austurljóss, segist í samtali við mbl.is búast við miklu tjóni. Hann er þó ekki viss hve mikið tjónið er.
Eldurinn kviknaði um kl. 11 í morgun. Slökkviliðið vinnur nú að því að rífa braggann niður.
Húsnæðið hefur verið notað sem geymsla fyrir fyrirtækið ásamt því að það er notað við viðgerðir.
„Ég er í ljósleiðarastarfsemi þannig öll verkfæri sem tilheyra þeirri starfsemi voru þarna inni,“ segir Stefán.