25 kjörstaðir í Reykjavík

Forsetakjör fer fram laugardaginn 1. júní.
Forsetakjör fer fram laugardaginn 1. júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjörstaðir í Reykjavík fyrir forsetakosningarnar 1. júní eru 25 talsins og verða þeir opnir frá klukkan 9 til 22.

Ef vafi liggur á um hvort einstaklingur sé á kjörskrá má fletta því upp í kjörskrárstofni á vef Þjóðskrár.

Tveir nýir kjörstaðir

Fossvogsskóli og Vogaskóli bætast við sem kjörstaðir í ár. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá alla kjörstaði og fletta upp kjörstað eftir lögheimili.

Kjósendur framvísa skilríkjum á kjörstað og þá eru greiðslukort og skilríki með mynd og kennitölu talin fullgild. Þau sem mæta skilríkjalaus geta leitað til hverfiskjörstjórnar og fengið aðstoð við að láta sannreyna hver þau eru.

Kjósendur geta óskað eftir vasa með blindraletri utan um kjörseðilinn.

Talning atkvæða hefst klukkan 22 í Laugardalshöll og er öllum opin. Talningunni verður einnig streymt á vef Reykjavíkurborgar.

Kosning utan kjörfundar á Íslandi

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna forsetakjörs hófst 3. maí.

Atkvæðisbréfum kjósenda í Reykjavík má koma til skila á Höfðatorg eða í Ráðhús Reykjavíkur.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer fram á 1. hæð í Holtagörðum.

Frekari upplýsingar um kosningar utan kjörfundar má finna á síðu sýslumanna.

Kosning utan kjörfundar erlendis

Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Hjá Stjórnarráði Íslands má sjá lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.

Ef vafi liggur á um hvar og hvernig á að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 545 9900.

Einnig er hægt að senda erindi á kosningar@reykjavik ef kjósendur erlendis eru óviss um hvar og hvernig á að kjósa en auk þess er hægt að senda á það netfang eða hringja í símanúmerið 411 4700 með spurningar um kosningarnar í Reykjavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert