Fékk nagla úr naglabyssu í magann

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um vinnuslys í Kópavogi í dag en þar fékk ungmenni nagla úr naglabyssu í magann og var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús til skoðunar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá segir að tilkynnt hafi verið um mann í hverfi 101 sem var að skemma bifreiðar meðal annars með því að úða á þær málningu. Maðurinn var handtekinn og færður í fangaklefa.

Þá barst tilkynning um líkamsárás í hverfi 101. Árásaraðilinn var farinn þegar lögreglan kom á vettvang en vitað er hver hann er. Um minniháttar meiðsli var að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert