Fylgi frambjóðenda komið á fleygiferð

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mik­il hreyf­ing er enn á fylgi við for­setafram­bjóðend­ur sam­kvæmt nýj­ustu viku­legri skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið í aðdrag­anda for­seta­kjörs.

Fylgi allra fjög­urra efstu fram­bjóðenda minnkaði milli vikna, en á hinn bóg­inn reisti Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri sig veru­lega og get­ur hæg­lega blandað sér í topp­bar­átt­una.

Halla Hrund tap­ar fylgi

Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri tapaði tölu­verðu fylgi í vik­unni sam­kvæmt könn­un­inni, fór úr tæp­lega 30% niður í 26%, eft­ir að hafa aukið fylgi sitt ákaf­lega ört liðnar vik­ur.

Næst kem­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir fv. for­sæt­is­ráðherra með 19,2% en skammt und­an Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræðipró­fess­or með 17,9%. Bæði misstu þau fylgi líkt og Jón Gn­arr leik­ari, sem mæld­ist með 13,8% fylgi.

Tvö­fald­ar rúm­lega fylgi sitt

Fast á hæla hon­um kem­ur hins veg­ar Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri, sem fékk 12,5% fylgi, meira en tvö­falt það sem hún hef­ur notið und­an­farn­ar vik­ur. Ekki er annað að sjá en að Halla Tóm­as­dótt­ir taki fylgi af öll­um fjór­um fyrr­nefnd­um fram­bjóðend­um, sem verið hafa í for­ystu und­an­farn­ar vik­ur.

Hins veg­ar er eft­ir­tekt­ar­vert að þegar spurt er um hver menn haldi að vinni, frek­ar en hver þeir vilji að vinni, þá telja rúm 70% að hin raun­veru­lega bar­átta standi milli Höllu Hrund­ar og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Fram­hald:

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka