Kappræður setja strik í reikninginn

Frambjóðendur forsetakosninganna biðu þess að koma fram í beinni útsendingu …
Frambjóðendur forsetakosninganna biðu þess að koma fram í beinni útsendingu á föstudagskvöld fyrir rúmri viku. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þegar aðeins eru tæp­ar þrjár vik­ur í for­seta­kjör blas­ir við að kjós­end­ur eru eng­an veg­inn bún­ir að gera upp hug sinn til for­setafram­bjóðenda og fylgið enn á mik­illi ferð.

Niður­stöður úr nýj­ustu skoðana­könn­un Pró­sents bera það með sér, en ekki síður þegar horft er til fylg­isþró­un­ar síðustu viku.

Óvænt for­ysta Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur orku­mála­stjóra, sem síðustu tvær vik­ur var kom­in fast að 30% fylgi, virðist þannig eng­an veg­inn jafn­trygg og marg­ir virt­ust ætla eft­ir fá­dæm­a­mikla og hraða fylgisaukn­ingu upp úr nán­ast engu.

Aðrir efstu fram­bjóðend­ur „eiga“ ekki held­ur það fylgi, sem þeir hafa notið síðustu vik­ur, því þeir döluðu all­ir eitt­hvað, en á hinn bóg­inn náði Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri að tvö­falda fylgi sitt og nær helm­ingi bet­ur, þegar hún fór úr 5,1% upp í 12,5%.

Ekki sú eina sem bætti við sig fylgi

Freist­andi er að álykta að það megi rekja til kapp­ræðna allra fram­bjóðenda í sjón­varps­sal fyrra föstu­dags­kvöld, þar sem kjós­end­ur fengu tæki­færi til þess að sjá hvernig for­seta­efn­in öll tóku sig út og svöruðu fyr­ir sig.

Halla Tóm­as­dótt­ir var enda ekki eini fram­bjóðand­inn með hóf­legt fylgi til þess að bæta við sig í þess­ari könn­un Pró­sents. Arn­ar Þór Jóns­son lögmaður fór í henni upp í 5,7% en aðrir fram­bjóðend­ur sam­tals í 3,6%. Þar á meðal nýliðinn Vikt­or Trausta­son hag­fræðing­ur, sem fór í 1,5% og skaut þannig öðrum en Stein­unni Ólínu Þor­steins­dótt­ur leik­konu, sem lækkaði í 1,8%, ref fyr­ir rass.

Upp­haf­lega var nefnt að Höllu Hrund væri styrk­ur í að vera nán­ast óþekkt, hún væri þá fersk og laus við fortíð, sem þvælst gæti fyr­ir henni. Síðan hafa raun­ar ýms­ar frétt­ir birst, sem vakið hafa efa­semd­ir um það, en að lík­ind­um voru það þó kapp­ræður allra for­setafram­bjóðenda í sjón­varps­sal, sem meiru réðu.

Fram­ganga Höllu Hrund­ar þótti frem­ur tilþrifa­lít­il, hún jafn­vel óör­ugg og óljós í tali (þótt það hafi ekki verið eins­dæmi í þætt­in­um!), en var ör­ugg­lega ekki til þess að styrkja hana.

Forsetaframbjóðendur svöruðu spurningum í Efstaleiti föstudaginn 3. maí.
For­setafram­bjóðend­ur svöruðu spurn­ing­um í Efsta­leiti föstu­dag­inn 3. maí. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Virt­ist verða fyr­ir nokkru höggi

Raun­ar má vel halda því fram að hinir efstu fram­bjóðend­urn­ir þrír hafi ekki held­ur átt sitt besta kvöld í kapp­ræðunum. Af öðrum könn­un­um að dæma virt­ist það hins veg­ar ekki hafa skaðað þá, fylgi þeirra haggaðist varla, en Halla Hrund virt­ist hins veg­ar verða fyr­ir nokkru höggi.

Aft­ur á móti átti nafna henn­ar Halla Tóm­as­dótt­ir ágæt­ar kapp­ræður, kom skýrt og skör­ug­lega fyr­ir, án þess að lagður sé dóm­ur á hvort orðin hafi verið inni­halds­rík­ari en hjá öðrum fram­bjóðend­um.

Það virðist hafa hrifið til þess að drjúg­ur hluti kjós­enda sá að hún ætti ekki síður upp á dekk en hin fjög­ur.

Nán­ar er fjallað um fylgi for­setafram­bjóðenda í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka