Kjartan og Aldís gefa sitt álit á stöðu mála

Kjartan Björnsson og Aldís Hafsteinsdóttir fara yfir stöðuna í forsetakosningunum …
Kjartan Björnsson og Aldís Hafsteinsdóttir fara yfir stöðuna í forsetakosningunum og spá í spilin. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi

Kjartan Björnsson, rakarameistari og forseti bæjarstjórnar Árborgar, og Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, verða sérstakir álitsgjafar á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is á morgun. 

Forsetafundurinn verður að þessu sinni haldinn með Baldri Þórhallssyni forsetaframbjóðanda á Hótel Selfossi á þriðjudagskvöldi klukkan 19.30. 

Kjartan og Aldís munu svara spurningum um forsetakosningarnar og gefa sitt álit á stöðu mála. Núna eru aðeins rúmlega tvær vikur til kosninga og munu þau spá í spilin fyrir fundargesti og áhorfendur. 

Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi mun svara spurningum fundargesta.
Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi mun svara spurningum fundargesta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundargestir fá að spyrja spurninga

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu ræða við Bald­ur um fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands og auk þess munu fund­ar­gest­ir fá tæki­færi til þess að að spyrja Bald­ur spurn­inga.

All­ir Sel­fyss­ing­ar og nærsveit­ung­ar eru vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir en þegar er búið að halda for­seta­fundi á Ísaf­irði og á Eg­ils­stöðum og voru þeir gríðarlega vel sótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert