Komu á stórum gaffallyftara

Kristinn Kristmundsson, betur þekktur sem Kiddi Vídeófluga á öldinni sem …
Kristinn Kristmundsson, betur þekktur sem Kiddi Vídeófluga á öldinni sem leið, er með starfsemi við hliðina á aðstöðu fjarskiptafyrirtækisins Austurljóss í bragganum sem stórskemmdist í bruna á Egilsstöðum í gær. Samsett mynd/Aðsend/Stefán Bogi Sveinsson

„Ég veit ekk­ert hvað gerðist en milli­vegg­ur­inn á milli okk­ar, sem ég lagði mikla vinnu í, skemmd­ist,“ seg­ir Krist­inn Krist­munds­son í sam­tali við mbl.is um brun­ann á Eg­ils­stöðum í gær, en þar kviknaði í bragga sem meðal ann­ars hef­ur hýst starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins Aust­ur­ljóss sem varð fyr­ir miklu tjóni þegar ýmis út­búnaður tengd­ur ljós­leiðara­starf­semi þess fór for­görðum.

„Þeir [slökkviliðið] sögðu að þetta væri með allra besta frá­gangi sem þeir hefðu séð, það fór hvorki vatn né eld­ur á milli, bara reyk­ur,“ seg­ir Krist­inn sem er húsa­smiður á eft­ir­laun­um þrátt fyr­ir að vera ef til vill bet­ur þekkt­ur fyr­ir starf­semi sína tengda mynd­banda­leig­unni Víd­eóflug­unni á öld­inni sem leið enda varð hann af henni lands­kunn­ur sem Kiddi Víd­eófluga.

Komu á stór­um lyft­ara

„Þegar ég gerði mér aðstöðu þarna gerði ég tvö­fald­an vegg yfir vegg­inn sem var fyr­ir og hann hélt svona vel. Svo hugsuðu þeir bara um að bjarga mér, komu þarna á stór­um gaffal­lyft­ara fyrst og svo beindu þeir öll­um slöng­un­um á end­ann minn en þó þeim meg­in sem sneri að [Aust­ur­ljósi],“ út­skýr­ir Krist­inn.

Hann ræst­ir núna hjá N1 auk þess að reka þá starf­semi sem hann stund­ar í bragg­an­um sem brann. „Ég er aðeins að vinna þótt ég sé orðinn sjö­tug­ur,“ seg­ir hann en þar hef­ur hann verið í fimmtán ár og ætl­ar sér að halda áfram þátt­töku sinni á vinnu­markaði að eig­in sögn.

Krist­inn ít­rek­ar að hann hafi ekki hug­mynd um upp­tök brun­ans eða að öðru leyti hvað gerðist þegar Aust­ur­ljós varð fyr­ir stór­tjóni í elds­voðanum í bragg­an­um á Eg­ils­stöðum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert