Snjóskaflarnir allt að fjögurra metra djúpir

Búið er að stinga í gegnum skaflana á heiðinni, sem …
Búið er að stinga í gegnum skaflana á heiðinni, sem margir hverjir eru allt að fjögurra metra djúpir. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegurinn um Mjóafjarðarheiði hefur verið opnaður og er fær vel útbúnum, fjórhjóladrifnum bílum. Vegurinn hefur verið lokaður síðan í fyrrahaust og Mjófirðingar hafa treyst á flóabátinn Björgvin sem siglir tvisvar í viku.

Búið er að stinga í gegnum skaflana á heiðinni, sem margir hverjir eru allt að fjögurra metra djúpir, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Mikill snjór er enn á heiðinni og krapi og klaki á veginum. Áfram verður unnið að því að breikka leiðina og gera útskot svo bílar geti mæst með góðu móti.

Enn eru nokkrir fjallvegir á Austurlandi lokaðir vegna snjóa, t.d. Hellisheiði eystri. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert