Myndskeið: Sóttu veikan farþega í skemmtiferðaskip

Útkall barst þyrlusveit Landhelgisgæslunnar snemma í morgun vegna bráðra veikinda farþega skemmtiferðaskips.

Skipið var statt við austurströnd Grænlands og fór því áhöfnin á TF-EIR þyrlunni langa vegalengd frá Reykjavík og um 130 sjómílur norður af Horni.

Maðurinn var hífður um borð við góðar aðstæður og gengu aðgerðir vel. Þegar sjúklingurinn var kominn um borð þyrlunnar var flogið til Ísafjarðar að taka eldsneyti.

Þaðan var flogið beint til Reykjavíkur og sjúklingur fluttur á Landspítalann.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar við skipið.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar við skipið. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka