Til skoðunar að opna sendiráð í Madríd

Madríd á Spáni.
Madríd á Spáni. Ljósmynd/Colourbox

Til­laga ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um að opnað verði sendi­ráð Íslands í Madríd á Spáni er nú til skoðunar í fjár­laga­nefnd í tengsl­um við um­fjöll­un um fjár­mála­áætl­un ár­anna 2025-2029. Til­laga um opn­un sendi­ráðs á Spáni hef­ur áður verið til um­fjöll­un­ar en ekki hlotið braut­ar­gengi. Ráðuneytið hef­ur nú að beiðni for­manns fjár­laga­nefnd­ar sent nefnd­inni minn­is­blað þar sem gerð er grein fyr­ir til­lög­unni og rök færð fyr­ir þörf­inni á opn­un sendi­ráðs á Spáni.

Gert er ráð fyr­ir 45 millj­óna kr. stofn­kostnaði á fyrsta ár­inu 2025 en að rekstr­ar­kostnaður vegna sendi­ráðsins muni að jafnaði verða um 132 millj­ón­ir kr. á árs­grund­velli. Er þess­um fram­lög­um ætlað að mæta kostnaði við tvo út­senda starfs­menn, þ.e. sendi­herra og staðgengil hans, staðarráðna starfs­menn, húsa­leigu og ann­an rekstr­ar­kostnað sendi­ráðs.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka