Beint flug til Kína styrkir útflutning

Vél Air China.
Vél Air China. Ljósmynd/Wikipedia.org

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir að beint flug frá Kína til Íslands muni verða mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf.

„Nú erum við meðal annars að horfa til þeirra verðmæta sem beint flug til Kína getur skapað fyrir íslenskt atvinnulíf. Fyrst og fremst mun útflutningur frá Íslandi umbyltast með beinu flugi en jafnframt skapa betri tengingar og viðskiptatengsl. Þá greiðir beint flug fyrir innflutningi frá Kína.“

Guðmundur Daði hefur fundað um málið með He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, en raunhæft þykir að beina flugið verði að veruleika á næstu þremur til fimm árum. Jafnvel fyrr.

„Við förum á alþjóðlegar ráðstefnur og þar hittum við öll þau alþjóðlegu flugfélög sem mæta frá Kína. Við höfum meðal annars hitt fulltrúa níu flugfélaga í Asíu á síðustu 12 mánuðum, þar af eru sex félög frá Kína. Það á eftir að koma í ljós hvaða flugfélag, eða flugfélög, hafa mestan áhuga. Við teljum að líklegustu borgirnar séu Shanghai eða Peking til að byrja með,“ segir Guðmundur Daði um áhuga félaganna.

Ráða á fleira fólk í sendiráð Íslands í Peking til að anna eftirspurn eftir vegabréfsáritunum til Íslands.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert