„Ég er einfaldlega of heiðarlegur“

Hátt í 200 manns sóttu for­seta­fund Morg­un­blaðsins með Baldri Þór­halls­syni á Hót­el Sel­fossi í gær­kvöldi og sköpuðust líf­leg­ar umræður um ýmis mál.

Á meðal þess sem rætt var um var Ices­a­ve, en Bald­ur var sér­stak­lega innt­ur eft­ir svör­um um það hvernig hann myndi ekki eft­ir því hvað hann kaus í þjóðar­at­kvæðagreiðslum um Ices­a­ve, eins og hann upp­lýsti í Spurs­mál­um und­ir lok síðasta mánaðar.

„Ég er ein­fald­lega of heiðarleg­ur í þess­ari kosn­inga­bar­áttu til þess að segja ósatt þótt það hagn­ist mér póli­tískt,“ sagði Bald­ur meðal ann­ars og bætti við seinna:

„Ég var mjög óviss um þetta – hvort ég ætti að greiða með eða skila auðu – fram á síðasta dag.“

Hann út­skýrði að sem fræðimaður sem hefði veitt álit á samn­ing­un­um á sín­um tíma hefðu hans per­sónu­legu skoðanir verið auka­atriði.

Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon stýrðu fundinum og spurðu …
Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon stýrðu fundinum og spurðu spurninga. mbl.is/Brynjólfur Löve

Get­ur rutt braut­ina

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son spurðu Bald­ur ým­issa spurn­inga en svo var einnig opnað fyr­ir spurn­ing­ar frá fund­ar­sal.

Ein kona rifjaði upp grein sem skrifuð var um Bald­ur og eig­in­mann hans, Fel­ix Bergs­son, á Heim­ild­inni þar sem grein­ar­höf­und­ur sagði það ekki sæma for­seta­embætt­inu að hafa sam­kyn­hneigt par á Bessa­stöðum.

Bald­ur vísaði í kosn­inga­bar­áttu Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur og umræðuna sem spanst um að ein­stæð móðir sækt­ist eft­ir for­seta­embætt­inu.

„Hvort sem mér yrði treyst fyr­ir embætt­inu eða ekki þá að minnsta kosti vona ég að ég geti rutt braut­ina fyr­ir annað hinseg­in fólk sem kem­ur kannski í kjöl­farið,“ sagði hann og bætti við seinna:

„Ég er ein­fald­lega for­setafram­bjóðandi, ekki hommi í fram­boði,“ sagði Bald­ur og stóðu fund­ar­gest­ir all­ir þá upp úr stól­um og klöppuðu fyr­ir Baldri.

Má ekki gelda embættið

Í umræðum um ut­an­rík­is- og varn­ar­mál sagði Bald­ur að for­set­inn ætti ekki að ótt­ast að ræða þau mál.

„Að sjálf­sögðu fylg­ir for­seti ut­an­rík­is­stefnu sitj­andi rík­is­stjórn­ar og for­set­ar hafa gert það. Eigi að síður finnst mér mik­il­vægt að hafa for­seta sem tal­ar um mik­il­vægi þess að við gæt­um að ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Við gæt­um að al­manna­vörn­um í land­inu.

Ef for­set­inn má ekki tala um mik­il­vægi al­manna­varna, þá hvað? Við meg­um ekki gelda svo embættið að það geti ekki ávarpað nokk­urn hlut. Ég held að við vilj­um ekki for­seta sem tal­ar bara um að grasið sé grænt og him­inn­inn blár,“ sagði Bald­ur.

Hátt í 200 manns sóttu fundinn.
Hátt í 200 manns sóttu fundinn. mbl.is/Brynjólfur Löve

Menntunin hjálpar

Bald­ur mæl­ist með þriðja mesta fylgið í nýrri skoðana­könn­un Pró­sents, eða tæp­lega 18%. Stefán spurði hann hvernig hann hygðist rífa upp fylgið og þá svaraði Bald­ur:

„Það er bara að skerpa lín­urn­ar, nota þenn­an þátt til þess að koma okk­ar stefnu­mál­um á fram­færi og kynna okk­ur,“ sagði hann og út­skýrði að flest­ir þekktu hann enn sem fræðimann og því væri hann enn að kynna sig og sín stefnu­mál.

Hjálp­ar það þér í kosn­inga­bar­átt­unni að vera stjórn­mála­fræðing­ur eða flæk­ir það mál­in?

„Ég held að það hjálpi mér því mér finnst auðveld­ast að eiga við spurn­ing­ar sem snúa að valdi for­set­ans,“ sagði hann og bætti við að hann hefði fjallað um ís­lenska stjórn­kerfið, alþjóðasam­skipti og ut­an­rík­is­stefnu Íslands.

Finn­ur fyr­ir mik­illi hlýju

Það var eng­inn skort­ur á stuðnings­mönn­um Bald­urs í saln­um en eins og fyrr seg­ir sóttu hátt í 200 manns fund­inn og var sal­ur­inn þétt­set­inn af fólki sem kom langt að af Suður­land­inu.

„Ég er hálf­ur Sel­fyss­ing­ur, ég fædd­ist hér á Sel­fossi og dvaldi hér fyrstu átta mánuði minn­ar ævi þar til móðir mín flutti til föður míns í Ægissíðu í Rang­arþingi,“ sagði Bald­ur.

Bald­ur hef­ur verið á ferð og flugi um landið til að heim­sækja kjós­end­ur eins og aðrir fram­bjóðend­ur og hann sagði að mót­tök­urn­ar hefðu verið góðar.

„Það eru gríðarlega vel sótt­ir fund­irn­ir sem við höf­um haldið. Það er nán­ast alls staðar fullt út úr dyr­um og við finn­um al­veg gríðarlega mikla hlýju, vænt­umþykju og stuðning hvar sem við kom­um.“

Bald­ur Þór­halls­son á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins og mbl.is á Sel­fossi í …
Bald­ur Þór­halls­son á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins og mbl.is á Sel­fossi í gær­kvöldi. mbl.is/Brynjólfur Löve

Kjós­end­ur láti hjartað ráða

Í upp­hafi fund­ar voru sér­stak­ir álits­gjaf­ar fengn­ir til að ræða stöðuna og spá í spil­in um for­seta­kosn­ing­arn­ar. Kjart­an Björns­son, rak­ara­meist­ari og for­seti bæj­ar­stjórn­ar Árborg­ar, og Al­dís Haf­steins­dótt­ir sveit­ar­stjóri Hruna­manna­hrepps voru álits­gjaf­arn­ir að sinni og voru sam­mála um að um mjög spenn­andi kosn­ing­ar væri að ræða.

„Ég er sann­færður um það að 70-80% þjóðar­inn­ar láta hjartað ráða í svona kosn­ing­um,“ sagði Kjart­an.

Hann sagði að um helm­ing­ur sunn­lenskra karl­manna sem hefðu sótt rak­ara­stof­una hans að und­an­förnu væri enn óákveðinn og því gæti margt breyst. Al­dís kvaðst ánægð að sjá Höllu Tóm­as­dótt­ur taka stökk í könn­un­um þar sem það myndi gefa henni meira sviðsljós í umræðuþátt­um.

„Hún varð næst­um því for­seti síðast þannig að hún á mikið inni, ég er sann­færð um það,“ sagði Al­dís. Hún sagði að hóp­ur fram­bjóðenda væri öfl­ug­ur og sama hver bæri sig­ur úr být­um þá mætti þjóðin vel við una.

„Ég held að þetta verði mjög spenn­andi. Ég spái því að þetta eigi eft­ir að jafn­ast, við eig­um eft­ir sjá þenn­an þétt­ast,“ sagði Al­dís.

Opnað var fyrir spurningar úr sal og það var ýmislegt …
Opnað var fyrir spurningar úr sal og það var ýmislegt sem bar á góma. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert