Óvissuástand myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar flugvél Icelandair sem var lögð af stað til Glasgow í Skotlandi var snúið við.
Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, tók vélin á loft klukkan 10.25 en klukkan 11.07 kom boðun um einhvers konar vanda og óskað var eftir því að snúa vélinni við.
Boðunin var afturkölluð klukkan 11.30, skömmu eftir að flugvélin lenti á flugvellinum án vandkvæða.
Guðjón segir að viðbúnaður á flugvellinum hafi verið í samræmi við upplýsingarnar sem fengust frá flugstjóra vélarinnar.
Uppfært kl. 12.45:
Bilun kom upp í vökvakerfi flugvélarinnar og samkvæmt verklagi var snúið við til Keflavíkur til lendingar. Engin hætta á ferðum, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair.
Sett hefur verið upp annað flug til Glasgow klukkan 16 í dag og hafa farþegir verið upplýstir um það.