Barbara Hannigan, kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan, hefur verið ráðin sem aðalhljómaveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún mun hefja störf sín í ágúst 2026 og sinna þeim í þrjú starfsár.
Í tilkynningu kemur fram að Hannigan, sem hlaut Grammy-verðlaun árið 2018, er nýráðin prófessor við Konunglegu tónlistarakademíuna í London og sló í gegn þegar hún stjórnaði og söng með Sinfóníuhljómsveitinni í fyrsta sinn fyrir tveimur árum.
„Það er bæði hrífandi og gefandi að upplifa það mikla traust sem ríkir milli Barböru og hljóðfæraleikaranna," segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í tilkynningunni.