Íhuga að fá úrskurð gerðadóms

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hægt hefur gengið í kjaraviðræðum tollvarða við samninganefnd ríkisins og er nú til umræðu innan Tollvarðafélags Íslands að vísa endurnýjun aðalkjarasamnings í gerðardóm.

Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður félagsins, segir tollverði hafa dregist mikið aftur úr í launum gagnvart öðrum stéttum á umliðnum árum. Útreikningar bendi til að tollverðir hafi dregist aftur úr öðrum opinberum starfsmönnum um í kringum 10% í launum á undanförnum árum.

„Þar sem við erum ekki með verkfallsrétt þá höfum við hug á að skoða þetta frekar en það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka