Ingvar Þór Jóhannesson var í kvöld kjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur.
Ingvar tekur við formennskunni af Gauta Páli Jónssyni sem sinnti embættinu tímabundið. Tók Gauti við í desember þegar þáverandi formaður TR, Ríkharður Sveinsson, féll frá.
Ingvar er FIDE-meistari og vel kynntur í hreyfingunni. Hefur hann til að mynda verið liðsstjóri karla- og kvennalandsliðanna á ólympíuskákmótum.
Var hann kosinn við mikinn fögnuð samkvæmt lýsingum á vef TR. Ingvar fetar í fótspor frænda síns Kjartans Maack sem var formaður TR á árunum 2016-2019.
Stjórn TR næsta árið skipa:
Ingvar Þór Jóhannesson, formaður
Una Strand Viðarsdóttir
Magnús Kristinsson
Jon Olav Fivelstad
Guðlaugur Gauti Þorgilsson
Daði Ómarsson
Þorsteinn Magnússon
Á fundinum í kvöld var Hermann Ragnarsson gerður að heiðursfélaga Taflfélags Reykjavíkur fyrir störf sín í þágu félagsins.
Þá hefur einnig verið ákveðið að næsta haustmót verði haldið til minningar um Ríkharð Sveinsson.
TR er elsta taflfélag landsins og var stofnað haustið 1900. Líklega er það með eldri félögum sem eru starfandi í félagsstarfi landans.