Látið standa hálfbrunnið

Sjónmengun og hætta stafar af húsnæðinu.
Sjónmengun og hætta stafar af húsnæðinu. mbl.is/Kristján H.

Rúst­ir iðnaðar­hús­næðis sem brann við Hval­eyr­ar­braut í Hafnar­f­irði í ág­úst á síðasta ári standa enn með til­heyr­andi sjón­meng­un og hættu fyr­ir bæj­ar­búa. Elds­upp­tök eru óljós en Helgi Gunn­ars­son, lög­reglu­full­trúi í Hafnar­f­irði, seg­ir rann­sókn lög­reglu hafa leitt í ljós að eld­ur­inn hafi ekki orðið af manna­völd­um og að ekki sé uppi grun­ur um neitt sak­næmt.

Óskuðu eft­ir fresti

Bygg­ing­ar­full­trúi Hafn­ar­fjarðarbæj­ar gaf eig­end­um hús­næðis­ins frest til 15. apríl sl. til að hreinsa lóðina en sam­kvæmt reglu­gerð skal gera ráð fyr­ir kostnaði við hreins­un hús­eign­ar og bruna­rústa í lög­boðinni bruna­trygg­ingu. Var eig­end­um hús­næðis­ins gert ljóst að eft­ir 15. apríl myndi bær­inn hefja hreins­un lóðar­inn­ar á kostnað eig­enda.

Eig­end­ur töldu bæj­ar­yf­ir­völd gefa þeim held­ur knapp­an tíma til verks­ins og óskuðu eft­ir fresti. Sögðu þeir þó hags­muni allra miða að því að verk­inu yrði lokið sem fyrst. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka