Ómar Friðriksson
Netsvik jukust stórlega á seinasta ári og voru 704 tilvik skráð þá en þau voru 422 á árinu á undan. „Aldrei áður hefur sést jafn mikið af vel gerðu svindli og greinilegt að einhverjir þeirra sem standa á bak við svindlherferðir sem herja á Ísland hafa kynnt sér aðstæður hérlendis vel áður,“ segir í nýútkominni ársskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS.
„Vöxtur í svikum og svikaherferðum leiðir til meira taps fórnarlamba,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS. Tap einstaklinga og fyrirtækja vegna svindlherferða er í örum vexti og áætlað er að heildarfjárfærslur vegna svindls hafi verið vel yfir tveimur milljörðum króna í fyrra. Að sögn Guðmundar hefur ekki hægt á þessari þróun á yfirstandandi ári.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.