Þótti standa sig best í kappræðunum

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Meirihluta svarenda í nýrri skoðanakönnun Prósents fannst Halla Tómasdóttir standa sig best í kappræðunum sem voru sýndar í Ríkissjónvarpinu 3. maí þegar forsetaframbjóðendurnir 12 mættust.

Alls fannst 53% svarenda Halla Tómasdóttir standa sig best.

42% völdu Baldur Þórhallsson, 40% Katrínu Jakobsdóttur, 27% Jón Gnarr, 23% Höllu Hrund Logadóttur, 20% Arnar Þór Jónsson, 16% Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, 10% Viktor Traustason, 6% Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3% Helgu Erlu Þórisdóttur, 2% Ástþór Magnússon Wium og 1% Eirík Inga Jóhannsson.

Baldur, Katrín, Jón og Halla Hrund voru í næstu sætum …
Baldur, Katrín, Jón og Halla Hrund voru í næstu sætum á eftir.

Þegar horft er til búsetu þá fannst marktækt fleirum í nágrannasveitafélögum Reykjavíkur Halla Tómasdóttir standa sig best. Marktækt fleirum í Reykjavík en annars staðar á landinu fannst Jón Gnarr standa sig best.

Kappræðurnar á RÚV.
Kappræðurnar á RÚV. mbl.is/Arnþór

Marktækt fleirum á landsbyggðinni en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum fannst Halla Hrund Logadóttir standa sig best og marktækt fleirum á landsbyggðinni fannst Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir standa sig best heldur en í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur.

Alls voru 2.500 manns í úrtakinu í könnuninni og var svarhlutfallið 51,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert