Yngri kynslóðir standi höllum fæti

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að minna framboð af húsnæði leiði …
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að minna framboð af húsnæði leiði til að yngri kynslóðir komist síður á fasteignamarkaðinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alda­móta­kyn­slóðin, sem komst á þrítugs­ald­ur­inn á síðustu sjö árum, átti erfiðara með að fara á fast­eigna­markaðinn en aðrar kyn­slóðir, miðað við hús­næðis­upp­bygg­ingu og fjölda íbúa á þrítugs­aldri. Þá bjuggu eldri kyn­slóðir við mun meira fram­boð af nýju hús­næði á þrítugs­aldri, þegar þær voru að stíga sín fyrstu skref á fast­eigna­markaðinum, en alda­móta­kyn­slóðin.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar, en þar seg­ir að upp­gang­skyn­slóðin sem komst á þrítugs­ald­ur­inn á tíma­bil­inu 1969-1984 hafi átt í minni sam­keppni um íbúðir en kyn­slóðirn­ar sem á eft­ir komu.

Fólk sem fædd­ist á tíma­bil­inu 1988-1993 sé langó­heppn­ast á hús­næðismarkaði ef litið er til fram­boðshliðar­inn­ar. Um 100 íbú­ar á þrítugs­aldri voru fyr­ir hverja ný­bygg­ingu, sam­an­borið við 30 íbúa hjá þeim sem komust á þann ald­ur á tíma­bil­inu 1985-2000.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert