Yngri kynslóðir standi höllum fæti

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að minna framboð af húsnæði leiði …
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að minna framboð af húsnæði leiði til að yngri kynslóðir komist síður á fasteignamarkaðinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aldamótakynslóðin, sem komst á þrítugsaldurinn á síðustu sjö árum, átti erfiðara með að fara á fasteignamarkaðinn en aðrar kynslóðir, miðað við húsnæðisuppbyggingu og fjölda íbúa á þrítugsaldri. Þá bjuggu eldri kynslóðir við mun meira framboð af nýju húsnæði á þrítugsaldri, þegar þær voru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinum, en aldamótakynslóðin.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en þar segir að uppgangskynslóðin sem komst á þrítugsaldurinn á tímabilinu 1969-1984 hafi átt í minni samkeppni um íbúðir en kynslóðirnar sem á eftir komu.

Fólk sem fæddist á tímabilinu 1988-1993 sé langóheppnast á húsnæðismarkaði ef litið er til framboðshliðarinnar. Um 100 íbúar á þrítugsaldri voru fyrir hverja nýbyggingu, samanborið við 30 íbúa hjá þeim sem komust á þann aldur á tímabilinu 1985-2000.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert