Aldís: Halla Tómasdóttir á mikið inni

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, telur að Halla Tómasdóttir eigi mikið inni í forsetakosningunum.

„Halla var auðvitað næstum því forseti síðast, þannig að hún á mikið inni. Ég er alveg sannfærð um það,“ sagði Aldís á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is með Baldri Þórhallssyni á Selfossi fyrr í vikunni.

Aldís var fengin á fundinn sem álitsgjafi ásamt Kjartani Björnssyni, rakarameistara og forseta bæjarstjórnar Árborgar, þar sem þau spáðu í spilin og ræddu stöðuna í forsetakosningunum.

Halla Tómasdóttir sótt í sig veðrið

Aldís sagði að í framboði væru öflugir einstaklingar sem gætu orðið þjóðinni til sóma.

Halla Tómasdóttir var hástökkvarinn í nýjustu könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið og mbl.is og mældist með 12,5% fylgi.

Þar sem að Halla mæl­ist með yfir 10% í könn­uninni hef­ur Stefán Ein­ar Stef­áns­son, stjórn­andi Spurs­mála, boðað hana til viðtals á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert