Þyrlan sótti veikan sjómann

Þyrla gæslunnar hefur verið kölluð út þrisvar sinnum í dag.
Þyrla gæslunnar hefur verið kölluð út þrisvar sinnum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag veikan sjómann af skipi norður fyrir Vestfirði. Síðan var hún strax kölluð til vegna veikinda á Suðurlandi.

Þyrla Gæslunnar hefur sinnt þremur útköllum frá miðnætti. Fyrst til að sinna bátnum sem hvolfdi norðvest­ur af Garðskaga í morgun.

Síðan var hún aftur kölluð upp úr kl. 13 til að sækja veikan sjómann  sem var á skipi um 50 sjómílur norður af Horni á Vestfjörðum. Þyrlan flaug með manninn á Landspítala í Fossvogi.

En þegar hún var að lenda í Fossvogi um kl. 17 var hún aftur kölluð út, þá á Herjólfsstaði á Suðurlandi. Þar þurfti þyrluáhöfnin að sækja einn veikan og flytja hann á Fossvogsspítala þar sem hún lenti um kl. 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert