Valdimar ráðinn sveitarstjóri

Valdimar O. Hermannsson, nýráðinn sveitarstjóri á Vopnafirði.
Valdimar O. Hermannsson, nýráðinn sveitarstjóri á Vopnafirði.

Valdimar O. Hermannsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Vopnafirði. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær að ráða hann út þetta kjörtímabil. Sara Elísabet Svansdóttir lét nýverið af störfum sem sveitarstjóri.

Greint er frá ráðningunni á vef Vopnafjarðarhrepps. Þar segir að 17 hafi sótt um starfið en tveir hafi dregið umsókn sína til baka. Fjórir voru boðaðir í viðtöl. 

Valdimar var áður sveit­ar­stjóri hjá Blönduósbæ á árunum 2018-2022 og starfaði jafnframt tíma­bundið fyrir Húna­byggð sem stað­gengill sveit­ar­stjóra. Áður sat hann í 12 ár í bæjar­stjórn og sex ár í bæjar­ráði Fjarða­byggðar, og var á sama tíma verk­efna-, rekstrar- og innkaupa­stjóri fyrir HSA.

Gegnt mörgum trúnaðarstörfum

Þá gegndi hann fjöl­mörgum trún­að­ar­stjörfum á Aust­ur­landi og víðar, meðal annars sem formaður Sambands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi – SSA, fyrsti formaður Aust­urbrú ses, formaður stjórnar HAUST og Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands, segir á vef Vopnafjarðarhrepps. 

Þar segir jafnframt að Valdimar sé mark­aðs­fræð­ingur að mennt en hafi einnig lagt stund á fjöl­breytt nám, meðal annars í verk­efna­stjórn og leið­toga­þjálfun, alþjóða­við­skiptum, stjórnun og mark­miða­setn­ingu, bæði hérlendis og erlendis.

Valdimar er fæddur árið 1960. Hann er kvæntur Vilborgu Elvu Jónsdóttur sem starfar sem skurð­hjúkr­un­ar­fræð­ingur á Land­spítala og samtals eiga þau fjögur uppkomin börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert