Blaðamannafundur sem ríkisstjórnin hafði boðað klukkan 14.30 seinkar. Ástæðan er sú að atkvæðagreiðslur eru enn í gangi á Alþingi um útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur.
Málefni Grindvíkinga er tilefni blaðamannafundarins en þar verða meðal annars kynntar tillögur til stuðnings fyrirtækjum í Grindavík.
Á fundinum verða forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og matvælaráðherra. Fundurinn verður haldinn í Björtuloftum í Hörpu.
Ekki er ljóst hvenær fundur hefst en dagskrárliðnum á Alþingi ætti að ljúka fljótlega.