Fjórir sæta enn gæsluvarðhaldi

Ofbeldisbrotið átti sér stað í heimahúsi í Reykholti.
Ofbeldisbrotið átti sér stað í heimahúsi í Reykholti. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrír karlmenn og ein kona sæta enn gæsluvarðhaldi í tengslum við alvarlegt ofbeldisbrot sem átti sér stað í heimahúsi í Reykholti í lok apríl. 

Þetta staðfestir Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Jón Gunnar kveðst ekki geta gefið frekari upplýsingar um málið en áður hefur verið greint frá því að brotaþolinn sé frá Möltu. 

Um er að ræða brot er varða meinta frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás og fjár­kúg­un í heima­húsi í Reyk­holti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert