Skjálftavirkni mælist enn í kvikugangi og þrýstingur heldur áfram að byggjast upp undir Svartsengi.
Staðan hefur lítið breyst frá því í morgun og Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir Veðurstofuna í biðstöðu
„Við búumst við einhvers konar atburðarrás og að kvikuhlaup fari líklegast af stað hvað úr hverju, en þetta er auðvitað mjög flókið kerfi og ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist eða hvenær,“ segir hún.