Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Bergvins.
Bergvin var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum.
Brotin áttu sér stað á árunum 2020 til 2022 og voru öll framin í Vestmannaeyjum.
Samkvæmt dómi héraðsdóms þarf Bergvin að greiða brotaþolum tæpar tvær milljónir samtals, með vöxtum. Þá þarf hann einnig að greiða allan sakarkostnað.