Bergvin áfrýjar til Landsréttar

Brotin áttu sér stað í Vestmannaeyjum.
Brotin áttu sér stað í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Berg­vin Odds­son, fyrr­ver­andi formaður Blindra­fé­lags Íslands, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Bergvins. 

Bergvin var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum.

Brotin áttu sér stað á árunum 2020 til 2022 og voru öll framin í Vestmannaeyjum. 

Samkvæmt dómi héraðsdóms þarf Bergvin að greiða brotaþolum tæp­ar tvær millj­ón­ir sam­tals, með vöxt­um. Þá þarf hann einnig að greiða all­an sak­ar­kostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert