Gegnum lykilhlutverki fyrir NATO

Norsk F-35-herþota sést hér í flugskýli sínu í Keflavík. Perry …
Norsk F-35-herþota sést hér í flugskýli sínu í Keflavík. Perry segir legu Íslands á Atlantshafi skipta NATO mjög miklu máli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland gegnir lykilhlutverki í vörnum vestrænna ríkja og er ómetanlegur bandamaður þrátt fyrir að landið skorti her. Svo segir Doug G. Perry, en hann er undiraðmíráll í Bandaríkjaflota og yfirmaður flotastöðvar Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Norfolk í Virginíuríki. Perry var staddur hér á landi í vikunni til þess að kynna sér aðstæður hér á landi, en hann var skipaður í stöðu sína í janúar síðastliðnum.

Doug G. Perry, varaaðmíráll í Bandaríkjaflota.
Doug G. Perry, varaaðmíráll í Bandaríkjaflota.

„Ísland er algjörlega ómissandi bandalagsríki í NATO og algjörlega ómissandi fyrir flotastöðina í Norfolk og verkefni hennar,“ segir Perry, en þau verkefni fela í sér að verja bæði Atlantshafið og norðurslóðir, á sama tíma og flotastöðin samhæfir þau flotaverkefni, sem bandalagsríkin á norðurslóðum þurfa að sinna, við verkefni annarra bandalagsríkja.

Perry bendir á í því samhengi að það að tryggja siglingaleiðirnar yfir Atlantshafið á milli Norður-Ameríku og Evrópu sé lykilatriði í því að tryggja varnir bandalagsins. „Og Ísland er þar í miðpunkti,“ segir Perry. Hann bendir á um leið að lega landsins í GIUK-hliðinu svonefnda þýði að Ísland sé mikilvægur staður til þess að tryggja birgðalínur bandalagsins og um leið gera NATO-ríkjunum kleift að sinna verkefnum sínum.

„Það gerir okkur kleift að tryggja öryggi Atlantshafsins og norðurslóða á friðartímum með því að halda uppi fælingarmætti okkar, og ef krísuástand kemur upp eða átök, að sinna þeim verkefnum sem þarf þá að sinna,“ segir Perry.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert