Staðan á Reykjanesskaganum er með svipuðu móti og hefur verið, en greina má smávægilegar breytingar á skjálftavirkni í kvikuganginum undir Svartsengi.
„Þeir eru í kringum 90 núna, en hafa verið á milli 50 og 80 síðastliðna viku,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Jóhanna segir að kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram og valdi landrisi og aukinni spennu í landinu sjálfu.
„Við bíðum áfram eftir kvikuhlaupi. Það kæmi engum á óvart að það myndi gerast hvað úr hverju, en þetta er auðvitað flókið kerfi og erfitt að segja til um hvað gerist og hvenær,“ segir hún.