Ökumaður í Grafarvogi var handtekinn grunaður um að valda árekstri undir áhrifum áfengis.
Samkvæmt dagbók lögreglu var annar ökumaður stöðvaður í Árbænum grunaður um að aka án ökuréttinda, sem hann hafði verið sviptur. Var málið afgreitt með „vettvangsformi“.
Mikið var á könnu lögreglu í dag sem alls var með 45 mál á skrá í kerfi sínu en dágóður hluti þeirra snéri að aðstoðarbeiðnum vegna veikinda og fólks í annarlegu ástandi.