Klopp er fyrst og fremst góð manneskja

Guðlaugur hefur eingöngu fengið jákvæð viðbrögð við númeraplötunni.
Guðlaugur hefur eingöngu fengið jákvæð viðbrögð við númeraplötunni.

Ekk­ert enskt knatt­spyrnulið á jafn marga stuðnings­menn á Íslandi og FC Li­verpool. Þar sem stjór­inn vin­sæli Jür­gen Klopp er að kveðja fé­lagið þótti Morg­un­blaðinu rétt að taka ein­hvern þeirra tali og fáir eru bet­ur til þess falln­ir en Sigl­f­irðing­ur­inn Guðlaug­ur Birg­is­son sem ekur um höfuðborg­ar­svæðið með einka­núm­erið JKlopp.

„Kon­an mín kveikti aðeins í mér því hún var með einka­núm­er og sú hug­mynd kom upp að ég myndi líka gera það til gam­ans en fram að því hafði ég aldrei velt því neitt fyr­ir mér. Eitt­hvað sem tengd­ist Li­verpool var mér strax of­ar­lega í huga þar sem ég hef verið áhang­andi liðsins frá því ég fór að muna eft­ir mér,“ seg­ir Guðlaug­ur þegar hann er spurður út í aðdrag­and­ann.

„Ég at­hugaði hvaða núm­era­plöt­ur væru á lausu sem tengd­ust Li­verpool og fór fljótt að hugsa um Jür­gen Klopp. Hann er svo skemmti­leg­ur og stór per­sónu­leiki. En einka­núm­erið Klopp var frá­tekið og þá valdi ég JKlopp. Ég lét vaða og hef verið með þessa núm­era­plötu á bíln­um síðan 2018 eða 2019.“

Klopp var ráðinn árið 2015 til Li­verpool og liðið varð Eng­lands­meist­ari árið 2020 eft­ir 30 ára bið. Guðlaug­ur fékk sér því núm­erið áður en liðið braut þann ís en mynd­in sem fylg­ir viðtal­inu er ein­mitt tek­in þegar tit­ill­inn var í höfn sum­arið 2020.

Sinna þarf heils­unni

Í dag eru tíma­mót hjá Li­verpool þegar lokaum­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar fer fram en þá stýr­ir Jür­gen Klopp liðinu í síðasta sinn. Í bili að minnsta kosti. Guðlaug­ur seg­ir að þessu fylgi blendn­ar til­finn­ing­ar.

„Við mun­um auðvitað sakna hans og hann hef­ur náð stór­kost­leg­um ár­angri. Maður er þakk­lát­ur fyr­ir all­ar stund­irn­ar sem hann hef­ur gefið okk­ur og hann stend­ur fyr­ir þau gildi sem fé­lagið vill standa fyr­ir. Hann er ástríðufull­ur maður, snill­ing­ur á sínu sviði en fyrst og síðast góð mann­eskja. Vin­sæld­ir hans ná langt út fyr­ir aðdá­enda­klúbb Li­verpool. Hann gef­ur mikið af sér og maður hef­ur séð á hon­um viss þreytu­merki. Þar af leiðandi er ágætt fyr­ir hann að fá frí frá bolt­an­um í smá tíma til að sinna sjálf­um sér og sinni heilsu.“

Guðlaug­ur starfar sem sjúkraþjálf­ari. Hér tal­ar sjúkraþjálf­ar­inn, eða hvað? Guðlaug­ur skell­ir upp úr.

„Já, kannski sér maður þetta með þeim gler­aug­um en þegar maður les í fas hans þá sér maður þreytu. Hann gef­ur sig all­an í vinn­una og þarf að passa sig á því að brenna ekki kertið al­veg niður. Maður sér það eft­ir að hafa fylgst með hon­um í níu ár. Í því sam­hengi finnst mér gott að hann fái frí. Hver veit nema hann taki síðar við þýska landsliðinu og geri þá að heims­meist­ur­um?“

Ekki á leið í geymsl­una

Guðlaug­ur var á ung­lings­aldri og fór á völl­inn þegar Li­verpool kom til lands­ins og lék vináttu­leik gegn KR í Laug­ar­daln­um sum­arið 1984. Hann hef­ur einu sinni farið og séð Li­verpool leika á An­field. Hann seg­ist líta á núm­era­plöt­una sem virðing­ar­vott við mann­inn sjálf­an og því geti allt eins farið svo að hún verði áfram í notk­un þótt Klopp rói á önn­ur mið.

„Ég hef ekki í hyggju að hætta að vera með núm­erið. Klopp á ör­ugg­lega eft­ir að vinna stóra sigra á knatt­spyrnusviðinu í framtíðinni og ég mun áfram bera sömu virðingu fyr­ir hon­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert