Ráðist á leigubílstjóra

Leigubílstjórinn hlaut minniháttar meiðsli af árásinni.
Leigubílstjórinn hlaut minniháttar meiðsli af árásinni. mbl.is/Unnur Karen

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna líkamsárásar á leigubílstjóra. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að meiðsli leigubílstjórans hafi verið minniháttar. 

Annasamt var hjá lögreglunni í dag en einnig var tilkynnt um líkamsárás og þjófnað í Garðabæ þar sem minniháttar meiðsli hlutust af. Er lögreglu kunnugt um gerendur, að því er fram kemur í dagbókinni.

Eignaspjöll og innbrot

Þá var einnig þó nokkuð um tilkynningar vegna eignaspjalla og innbrota, meðal annars í verslun í miðbæ Reykjavíkur og í geymslu í hverfi 105.  

Alls voru 45 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá því klukkan fimm í morgun og sneri fjöldi þeirra að aðstoðarbeiðnum vegna veikinda og vegna fólks í annarlegu ástandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert