Sagaði í höndina á sér með vélsög

Ekki er tekið fram hvert ástand mannsins er en fram …
Ekki er tekið fram hvert ástand mannsins er en fram kemur að hann hafi verið fluttur til frekari skoðunar á sjúkrahús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður í Garðabæ var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl vegna vinnuslyss. Hafði maðurinn verið að vinna með vélsög og sagað í höndina á sér. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er tekið fram hver líðan mannsins er en fram kemur að hann hafi verið fluttur til frekari skoðunar á sjúkrahús. 

Alls voru 45 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá því klukkan fimm í morgun og sneri fjöldi þeirra að aðstoðarbeiðnum vegna veikinda og vegna fólks í annarlegu ástandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert