Veðrið skánar í kvöld og nótt

mbl.is/Arnþór

„Lægð suðvestur í hafi kemur upp að Reykjanesi í dag. Henni fylgir allhvöss austanátt á sunnanverðu landinu, en stormur syðst.“

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Gul viðvörun tekur í gildi í dag víðast hvar um landið. 

Það gengur í austan 8-15 m/s í dag, en 13-23 m/s sunnantil.

Þá má búast við rigningu á sunnanverðu landinu, en rigningu eða slyddu norðantil upp úr hádegi og snjókoma til fjalla. Hiti verður á bilinu 1 til 10 stig, mildast sunnanlands.

Í kvöld og nótt fara skil lægðarinnar norður yfir land og veðrið skánar.

Á morgun er útlit fyrir minnkandi sunnanátt með dálitlum skúrum, en nokkuð samfelldri rigningu á Suðausturlandi. Það hlýnar í veðri og hiti ætti að komast í 12 til 13 stig norðan- og austanlands.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert