Akureyringur: „Hann væri sístur hjá mér“

mbl.is ræddi við nokkra Akureyringa um komandi forsetakosningar.
mbl.is ræddi við nokkra Akureyringa um komandi forsetakosningar. Samsett mynd/mbl.is/Ásthildur

Það stytt­ist óðum í for­seta­kosn­ing­arn­ar og hef­ur mbl.is og Morg­un­blaðið rætt við kjós­end­ur út um allt land um hvað skipt­ir þá máli í fari næsta for­seta og hvern þeir ætli að kjósa.

Blaðamaður mbl.is ræddi við nokkra Ak­ur­eyr­inga í miðbæn­um í dag.

Auður Bergþóra Ólafs­dótt­ir kveðst vera búin að ákveða hvern hún mun kjósa.

„Það er Halla Hrund,“ seg­ir hún aðspurð í sam­tali við mbl.is.

Auður Bergþóra Ólafsdóttir.
Auður Bergþóra Ólafs­dótt­ir. mbl.is/Á​sthild­ur

Auður seg­ir að Halla Hrund sé ein­læg, al­vöru og ópóli­tísk. Þetta séu eig­in­leik­ar sem skipti hana miklu máli í fari for­seta Íslands.

Mbl.is og Morg­un­blaðið eru á Ak­ur­eyri en í kvöld verður hald­inn for­seta­fund­ur með Katrínu Jak­obs­dótt­ur á Græna hatt­in­um klukk­an 19.30. Á þann fund eru all­ir vel­komn­ir og verður farið yfir glæ­nýja skoðana­könn­un Pró­sents.

Jón Gn­arr yrði síst fyr­ir val­inu

Mar­grét Ögn Stef­áns­dótt­ir og Sig­ríður Valdi­mars­dótt­ir voru á vapp­inu í miðbæn­um er blaðamaður náði tali af þeim. Þær eru hvor­ug­ar bún­ar að ákveða hvern þær ætla að kjósa en það eru ýms­ir hlut­ir sem skipta þær máli í fari næsta for­seta.

Mar­grét seg­ir skipta máli að for­set­inn sé með góða fram­komu, mann­leg­ur en ekki stíf­ur og sé til staðar fyr­ir fólkið í land­inu.

„Það sem ég leit­ast eft­ir er heiðarleiki, ég held að það sé fyrst og fremst það,“ seg­ir Sig­ríður.

Mar­grét seg­ir að upp­haf­lega hafi hún ætlað að kjósa Jón Gn­arr en hún er ekki leng­ur svo ákveðin.

„Þegar hann hann bauð sig fram þá var ég al­veg „já ég er búin að ákveða mig“ en núna er ég ekki al­veg viss því mér líst vel á fleiri,“ seg­ir hún og kveðst vera að tala um Jón Gn­arr.

Sig­ríður skaut þá inn í:

„Hann [Jón Gn­arr] væri síst­ur hjá mér. Bald­ur [Þór­halls­son] kem­ur fyrst­ur upp í huga,“ seg­ir Sig­ríður.
Margrét Ögn Stefánsdóttir og Sigríður Valdimarsdóttir.
Mar­grét Ögn Stef­áns­dótt­ir og Sig­ríður Valdi­mars­dótt­ir. mbl.is/Á​sthild­ur

Kýs taktískt gegn Katrínu

Ak­ur­eyr­ing­ur­inn Þor­steinn Krü­ger var á Penn­an­um Ey­munds­son er blaðamaður náði tali af hon­um. Hann seg­ir að hann muni kjósa taktískt gegn Katrínu Jak­obs­dótt­ur í kom­andi for­seta­kosn­ing­um.

„Ég hafði hugsað mér að kjósa Höllu Hrund,“ seg­ir hann.

Þor­steinn tel­ur Höllu vera fram­bæri­lega og kann hann vel við gildi henn­ar og fram­komu.

„Ég held að hún verði mjög góður for­seti ef hún verður kjör­in.“

Ertu al­veg ákveðinn eða er eitt­hvað sem gæti breytt skoðun þinni fyr­ir kosn­ing­ar?

„Það sem að gæti hugs­an­lega breytt skoðun minni á loka­metr­un­um er ef að ein­hver ann­ar kæm­ist upp fyr­ir hana, þá er hugs­an­legt að ég kjósi taktískt til þess að koma í veg fyr­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir verði for­seti,“ svar­ar Þor­steinn.

Þorsteinn Krüger.
Þor­steinn Krü­ger. mbl.is/Á​sthild­ur

Ákvað að kjósa Höllu eft­ir kapp­ræðurn­ar

Júlí­ana Sig­ríður Hann­es­dótt­ir er fædd og upp­al­in á Ak­ur­eyri og hún er búin að ákveða að kjósa Höllu Hrund.

„Ég horfði á hana í sjón­varpi og þá varð ég al­veg hundrað pró­sent ákveðin,“ seg­ir Júlí­ana í sam­tali við mbl.is og kveðst vera að tala um kapp­ræðurn­ar á Rík­is­út­varp­inu sem sýnd­ar voru fyr­ir rúm­lega tveim­ur vik­um.

Júlíana Sigríður Hannesdóttir.
Júlí­ana Sig­ríður Hann­es­dótt­ir. mbl.is/Á​sthild­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert