Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni, áður Quang Lé, til 17. júní.
Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Davíð hefur setið í gæsluvarðhaldi ásamt bróður sínum og maka vegna gruns um mansal, peningaþvætti, skipulagða brotastarfsemi og brot á atvinnuréttindum útlendinga.
Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir þann 5. mars þar sem veitingastöðum Davíðs, gistiheimili og hóteli var lokað. Hafa þremenningarnir setið í gæsluvarðhaldi síðan þá.