„Það er hægfara lægð skammt vestur af landinu og því suðlæg átt, en vindurinn er talsvert hægari en í gær, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s.“
Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Búast má við dálitlum skúrum og mildu veðri, en súld eða rigning með köflum austantil, einkum suðaustanlands.
Hiti verður á bilinu 6 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.
Suðaustanlands styttir upp seinnipartinn á morgun, en áfram má búast við skúrum á á vestanverðu landinu og heldur meiri úrkomu á miðvikudag.