Helga svarar Kára

Helga Þórisdóttir og Kári Stefánsson.
Helga Þórisdóttir og Kári Stefánsson. Samsett mynd

Helga Þóris­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi sem er í leyfi frá störf­um sem for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, seg­ir að mál Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar (ÍE) gegn úr­sk­urði Per­sónu­vernd­ar snú­ist ekki um sótt­varn­ir, held­ur að ÍE hafi hafið vís­inda­rann­sókn áður en til­skil­in leyfi lágu fyr­ir, þ.a.e.s. notað blóðsýni frá sjúk­ling­um án þeirra samþykk­is. 

Þetta rit­ar Helga í Face­book-færslu sem svar við yf­ir­lýs­ingu Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra ÍE. 

Kári sendi yf­ir­lýs­ingu á fjöl­miðla í gær vegna um­mæla Helgu um stöðu ÍE í heims­far­aldr­in­um í viðtali á Rúv. 

Í janú­ar 2022 óskaði Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki lyfjaris­ans Am­gen, í tvígang eft­ir því að rík­is­stjórn Íslands myndi lýsa vanþókn­un sinni á ný­legri ákvörðun Per­sónu­vernd­ar. Þetta gerði hann eft­ir að hafa op­in­ber­lega hótað stofn­un­inni máls­höfðun vegna sömu ákvörðunar,“ seg­ir í færslu Helgu. 

Kári sagði í yf­ir­lýs­ingu sinni í gær að hann hefði ekki hótað máls­höfðun held­ur hefði hann sagst „ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þess­ari einu ákvörðun Per­sónu­vernd­ar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði“.

Gróf und­an hlut­verki Per­sónu­vernd­ar og Vís­indasiðanefnd­ar

Helga nefn­ir að Per­sónu­vernd hafi gert at­huga­semd við það að ÍE hefði farið af stað með vís­inda­rann­sókn án þess að hafa til­skil­in leyfi fyr­ir henni. 

Að gefnu til­efni skal bent á að Per­sónu­vernd gerði eng­ar at­huga­semd­ir við sótt­varn­aráðstaf­an­ir yf­ir­valda í þessu sam­bandi. Þá skal jafn­framt á það bent að marg­ar og víðtæk­ar rann­sókn­ir voru fram­kvæmd­ar um heim all­an í tengsl­um við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeig­andi eft­ir­lits­stofn­ana. Í þess­ari rann­sókn braut Íslensk erfðagrein­ing lög og nýtti bæði for­sæt­is­ráðherra og sótt­varna­lækni til að grafa und­an hlut­verki Per­sónu­vernd­ar og Vís­indasiðanefnd­ar.

Bréfið stílað á ÍE

Þá bend­ir Helga á að Katrín Jak­obs­dótt­ir, mót­fram­bjóðandi henn­ar og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra hefði stílað bréf sitt á for­stjóra ÍE, en ekki sótt­varna­lækni. 

Kári vill meina að Katrín hafi stutt sótt­varna­lækni í mál­inu, ekki ÍE sem var ein­göngu að vinna í umboði sótt­varna­lækn­is. 

Seg­ir að í bréf­inu hafi komið fram skýr skoðun ráðherr­ans á því hvernig Per­sónu­vernd hefði átt að leysa úr mál­inu.

Það at­hug­ast hér að Per­sónu­vernd er sjálf­stæð stofn­un með sér­staka stjórn. Hún tek­ur ekki við fyr­ir­mæl­um frá stjórn­völd­um eða öðrum aðilum.

Þá nefn­ir Helga að mál­inu hef­ur verið áfrýjað til Lands­rétt­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert