Katrín efst í nýrri könnun Prósents

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi.
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir, fv. for­sæt­is­ráðherra, hef­ur náð for­ystu í nýj­ustu könn­un Pró­sents með 22,1% fylg­is. Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri hef­ur hins veg­ar tapað veru­legu fylgi og mæl­ist með tæp 20% skammt ofan við Bald­ur Þór­halls­son pró­fess­or með 18,2%.

Þess­ar niður­stöður voru kynnt­ar á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins, sem var að hefjast í Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri rétt í þessu. Katrín Jak­obs­dótt­ir er gest­ur þessa fund­ar, en hann verður sýnd­ur á mbl.is í fyrra­málið og er öll­um op­inn.

Fylgi fimm efstu frambjóðenda nú og hreyfing fylgisins undanfarnar vikur.
Fylgi fimm efstu fram­bjóðenda nú og hreyf­ing fylgis­ins und­an­farn­ar vik­ur.

Fylgi Höllu hækk­ar

Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri sæk­ir enn í sig veðrið með 16,2% og fer fram úr Jóni Gn­arr leik­ara með 13,4%. Arn­ar Þór Jóns­son lögmaður er tals­vert aft­ar með 6,0%, en aðrir fram­bjóðend­ur með um eða und­ir 1%.

Þetta er í fyrsta sinn sem Katrín er efst í viku­leg­um fylg­is­mæl­ing­um Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is, án þess þó að fylgi henn­ar hafi tekið nokk­urt stökk, en hún hef­ur áður mælst með meira fylgi.

Mestu mun­ar um hve hratt hef­ur saxast á fylgi Höllu Hrund­ar eft­ir hið öra ris henn­ar fyr­ir 4 vik­um. Um leið hef­ur nafna henn­ar bætt veru­lega við sig, svo flest­ir efstu fram­bjóðend­ur eru á svipuðum slóðum. Þar seg­ir sína sögu að bilið milli efstu fjög­urra fram­bjóðenda er aðeins um 6%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka