Metfjöldi mála barst Landsrétti í fyrra

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Jón Pétur

Ekki dró úr starfsálagi á dómendur við Landsrétt á síðasta ári. Alls bárust Landsrétti 912 ný mál á árinu og hafa þau aldrei verið fleiri á einu ári í sögu réttarins. Til samanburðar bárust Landsrétti 840 ný mál á árinu 2022 og 805 á árinu á undan.

Þetta má sjá í málatölum Dómstólasýslunnar. Þar kemur fram að inkomnum málum hjá héraðsdómstólunum fjölgaði einnig mikið milli ára, voru 13.618 í fyrra en 10.530 á árinu á undan. Dómar og úrskurðir voru kveðnir upp í 1.818 málum hjá héraðsdómstólunum, töluvert fleiri en á árinu á undan og óafgreidd mál voru 2.597 talsins um áramót.

Hæstarétti bárust 57 áfrýjunar- og kærumál í fyrra, tveimur færri en á árinu á undan. Rétturinn kvað upp 51 dóm á árinu, nokkru færri en á árinu á undan þegar dómarnir voru 60 en þeir voru 55 á árinu 2021. Hæstarétti bárust 160 málskotsbeiðnir á seinasta ári en þær voru 172 á árinu 2022. Málafjöldinn hefur nokkuð sveiflast á seinustu árum. Við breytingarnar á dómstólaskipaninni með stofnun nýs millisdómstigs, Landsréttar, árið 2018 var dómurum við Hæstarétt fækkað og eru nú sjö dómarar við réttinn.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu á laugardag, 18. maí. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert