Eldur kviknaði við Stekkjarbakka

Bjóst Lárus við því að viðbragðsaðilar hafi verið snöggir að …
Bjóst Lárus við því að viðbragðsaðilar hafi verið snöggir að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Hólmfríður

Lítill eldur kviknaði í trjágreinum við Stekkjarbakka í kvöld.

Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Segir Lárus aðeins um lítinn eld að ræða og að aðeins einn bíll hafi verið sendur á vettvang. Hann búist við því að viðbragðsaðilar hafi verið snöggir að ráða niðurlögum eldsins.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir aðeins um lítinn eld …
Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir aðeins um lítinn eld að ræða. mbl.is/Hólmfríður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert