Engar aðrar breytingar: Kvikan aldrei verið meiri

Náttúruöflin eru til sýnis við Svartsengi. Hér má sjá gufu …
Náttúruöflin eru til sýnis við Svartsengi. Hér má sjá gufu frá jarðhitavirkjuninni blandast saman við bláleitan reyk sem liðast upp frá gosstöðvunum við Sundhnúkagíga í síðasta mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurstofan hefur ekki hækkað viðbragðsstig vegna stöðunnar í Svartsengi. Ekkert í hennar gögnum gefur ástæðu til þess eins og stendur. Þetta staðfestir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúrúvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Segir hún að hvorki sé aukin jarðskjálftavirkni síðan í morgun né breyting á GPS-mælingum. Slíkar mælingar fylgjast með breytingum á kvikuganginum.

Ef kvika væri að brjóta sér leið út myndu sjást breytingar á bæði fjarlægð og landhæð á milli GPS-stöðva.

Þarf meira en breytingu á þrýstingi borhola

Veðurstofan telur breytingu á þrýstingi borhola ekki vera nægilega ástæðu til að boða til frekari aðgerða. Breyting á jarðskjálftavirkni, sem og meiri aflögun, verði að eiga sér stað til að boðað sé til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar. Þær breytingar eiga sér ekki stað núna.

Heildarumfang kvikusöfnunar er nú komin í um 17 milljónir rúmmetra og er það meira magn en áður hefur verið við upphaf goss við Sundhnúkagíga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert