Framlengja gæsluvarðhald Dagbjartar

Maðurinn lést í Bátavogi.
Maðurinn lést í Bátavogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gæsluvarðhald yfir Dagbjörtu Guðrúnu Rúnarsdóttur, sem grunuðu er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Bátavogi í september í fyrra, hefur verið framlengt til 13. júní.

Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur verið kærður til Landsréttar.

Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana 23. september á síðasta ári. 

Ber ekki saman um dánarorsök 

Að því er fram kom í héraðsdómi í fyrirtöku málsins ber matsmönnum ekki saman um það hversu mikinn þátt heilsufar hins látna hafi átt þátt í dauða hans.

Þannig telur annar matsmaður í málinu það koma til greina að banvænt blóðsykursfall hafi átt þátt í dauða mannsins en hinn ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka