Skúli metinn hæfastur

Skúli Magnússon.
Skúli Magnússon. mbl.is/Eggert

Skúli Magnús­son hef­ur verið met­inn hæf­ast­ur til að hljóta skip­un í embætti dóm­ara við Hæsta­rétt Íslands.

Fjór­ar um­sókn­ir bár­ust um embættið. Aðrir sem sóttu um embættið voru Aðal­steinn E. Jónas­son, dóm­ari við Lands­rétt, Ey­vind­ur G. Gunn­ars­son, for­seti laga­deild­ar Há­skóla Íslands og Ingi­björg Þor­steins­dótt­ir, dóm­stjóri við Héraðsdóm Reykja­vík­ur.

Dóms­málaráðuneytið aug­lýsti stöðuna 1. mars síðastliðinn og skilaði dóm­nefnd um hæfi um­sækj­enda um­sögn sinni til dóms­málaráðherra.

Dóm­nefnd­ina skipuðu: Sig­urður Tóm­as Magnús­son, formaður, Andri Árna­son, Helga Mel­korka Ótt­ars­dótt­ir, Reim­ar Pét­urs­son og Þor­geir Örlygs­son, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert